Collection: Skull Complete Pro Wooden Fingerboards
Skull Fingerboards er breskt merki stofnað 2012.
Skull hefur frá upphafi leitast við að hafa gæðin sem mest og best. Plöturnar eru úr 5 laga krossvið og eru 34mm á breidd og 100mm á lengd. Öxlarnir eru úr áli og dekkin úr CNC með Abec-7 legum. Complete brettin virka eins og venjulegt hjólabretti. Þau eru með bushing úr gúmmíi og kingpin róm til að herða og slaka á stífleikanum á öxlunum.
Fingrabrettin frá Skull eru með besta verðið af viðar fingrabrettum, en gefa ekkert eftir í gæðum!