Um StreetAction
StreetAction er fjölskyldufyrirtæki, stofnað 2015 í bílskúrnum okkar. Við áttuðum okkur á að það var vöntun á Íslandi á alvöru, gæða hlaupahjólum og það sport var að rísa hratt. Verslunin stækkaði og við þurftu að færa okkur í stærra húsæði og fyrsta "alvöru" verslunin opnaði í Rofabæ í Árbænum. Þaðan þurftum við svo að fara rúmlega 2 árum seinna því tilstóð að rífa húsnæðið. Fyrst fórum við í Dugguvog, misstum það húsnæði og færðum okkur í Skeifuna. Eftir erfiða kóvid tíma tókum við þá ákvörðun að fara með vörunar okkar á netið
Við höfum með tímanum bætt við okkur og fjölgað í vöruúrvalinu. Við bættum við okkur hjólabrettum, línu og rúlluskautum og fingrabrettum.
Við höfum frá fyrstu tíð boðið upp á alla aukahluti og fulla þjónustu/viðgerðir á þeim vörum sem við seljum. Megin markmið okkar hefur alltaf verið að bjóða upp á gæða vörur fyrir jaðaríþróttir á sanngjörnu verði.
Við höfum verið leiðandi í sölu trick hlaupahjóla frá stofnun verslunarinnar og nú stefnum við á að vera leiðandi í góðu verði með því að flytja okkur alfarið yfir á netið. Með minni rekstrarkostnaði náum við verðunum niður. Við höfum frá byrjun verið til staðar fyrir okkar viðskiptavini og við viljum halda því áfram.