Collection: Lásar
Við mælum eindregið með því að hlaupahjólunum, brettunum og BMX reiðhjólunum sé alltaf læst ef þau geta ekki verið geymd inni. Lásarnir varna því að græjurnar séu teknar ófrjálsri hendi. Það er einmitt algengast að þau séu tekin ólæst og hent svo út í skurð eða runna þegar viðkomandi er kominn á leiðarenda. Forðumst það!