Skilmálar

GAGNLEGAR OG GÓÐAR UPPLÝSINGAR


Fyrirtækið

SA verslun ehf - Kennitala: 620617-1480 - Heimilisfang: Neðstaberg 7, 111 Reykjavík - Sími: 788-5552 - VSK númer: 130110

Pantanir 

StreetAction afgreiðir pöntun eftir að greiðsla hefur borist. Hægt er að sækja vörur í Neðstaberg 7.

Afhendingartími

Vörur fara á pósthús daginn eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Ef vara er pöntuð og greidd á föstudegi eða um helgi, fer varan í póst á næsta virka degi. Pósturinn dreifir sendingum á pósthús eða heim til kaupanda.

Áætlaður afhendingartími eru 2-4 dagar. 

Um vörur sem dreift er með Póstinum gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Póstsins um afhendingu vöru. Skilmála Póstsins er að finna á heimasíðu Póstsins.

 Sérpantanir

StreetAction getur sérpantað vörur frá þeim merkjum sem við erum að selja. Óskir um sérpantanir skal senda á shop@streetaction.is eða í síma 788-5552. Til að viðhalda verðinu eru sérpantanir teknar með næstu pöntun og er afhendingartími 2-4 vikur að öllu jöfnu. Ef vara sem óskað er eftir er ekki til hjá birgja getur afhendingartími orðið lengri. Farið er fram á fullu greiðslu vöru áður en hún er pöntuð. StreetAction gefur fast verð í vöru áður en hún er sett í pöntun. 

 Sendingarkostnaður

StreetAction sendir frítt um allt land ef verslað er fyrir 10.000 kr. eða meira. Sendingarkostnaður á vörum undir 10.000 kr. eru 1.390 kr. Sendingarkostnaður leggst við verð vöru áður en greiðsla fer fram. Hægt er að velja að sækja vöru í greiðsluferli.  

Verð

Öll verð á heimasíðu StreetAction eru með 24% virðisaukaskatti. Verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilur StreetAction sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. StreetAction áskilur sér rétt til að breyta verðum í netverslun fyrirvaralaust

 Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Þegar vöru er skilað er miðast við verð á greiðslukvittun og getur kaupandi skipt vörunni fyrir aðra vöru eða fengið endurgreitt. Vara verður að vera ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Skilafrestur er 14 dagar frá dagsettningu pöntunar og skal senda tölvupóst á netfangið shop@streetaction.is sé óskað eftir að skila vöru. Viðskiptavinir bera allan kostnað af því að skila vöru, nema að um gallaða vöru sé að ræða. 

Ábyrgð

Ábyrgð á vörum StreetAction eru tveir mánuðir frá kaupum. Ábyrgð á vörum StreetAction ná einungis yfir framleiðslugalla á vöru. Ef um galla er að ræða útvegar StreetAction nýja vöru og greiðir sendingarkostnað. StreetAction ásamt birgja gefa sér 2-5 daga til að skera úr um hvort um framleiðslugalla sé að ræða.

Greiðslur

Við bjóðum upp á greiðslur með kreditkortum, debetkortum, Pei og netgíró. 

StreetAction býður upp á greiðslu í vefverslun með kredit- og debetkorti í gegnum örugga greiðslugátt Borgunar. 

Einnig er hægt að millifæra fyrir vörukaupum á reikning fyrirtækisins. Við millifærslu skal senda kvittun á netfangið shop@streetaction.is

Reikningupplýsingar: 0370-26-620617 Kennitala: 620617-1480

Netgíró - Reikningur stofnast á viðskiptavin í heimabanka sem greiða þarf innan 14 daga. Hægt er að dreifa greiðslum á 2-12 mánuði. Verðskrá Netgíró má finna á heimasíðu Netgíró

 Pei - Þú færð greiðsluseðil í heimabankann sem þú hefur 14 daga til að borga. Þú getur sótt um aukinn greiðslufrest með 30/60 þjónustunni eða dreift greiðslum á allt að 48 mánuði. Verðskrá Pei má finna á heimasíðu Pei

Trúnaður

StreetAction heitir fullum trúnaði við viðskiptavini sína og munum við ekki afhenda upplýsingar til þriðja aðila.

 Varnarþing

Þessir skilmálar eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans, skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli.